Saturday, November 07, 2009

Atvinnulaus

Þeir sem þekkja mig eru vanir að sjá mig í tveim vinnum og svo að sinna einhverju áhugamáli. Ég finn mér venjulega alltaf eitthvað að gera. Þessa dagana er ég atvinnulaus, tek íslendinginn á þetta og fæ pening frá ríkinu. Ekki því ég kýs það, ég hef sótt um eins og brjálæðingur en ástandið á vinnumarkaðinum er slæmt, 319.320 manns eru atvinnulausir í Austurríki, eða jafnmargir og íbúar Íslands. Ekkert fullt starf, en ég kenni þó ennþá jazzballet hjá Casomai og skrifa greinar fyrir Pressuna.

Það eru þó ýmsir kostir, t.d. fæ ég meiri tíma með Lumi (hann vinnur næturvinnu) og get dundað mér við dans, söng og skrif. Einnig slappað af, hef horft mikið á sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Fannst það skrýtið fyrstu vikuna en er núna búin að venjast þessu og tek ráði systur minnar, reyni að fara út hvern dag, þótt það sé ekki nema bara í göngutúr og nota tímann að hanga með lumi, vinum og gera það sem ég vil. Alls ekki slæmt ;)



Notaði tímann og hitti Agnieszku og Ligiu á Charlie Ps, írskum bar og svo Manuelu og Andreeu á Crossfields, áströlskum bar í smá spjall. Gott að geta komist út og heyra þeirra sögur.

Halloween

Mamma keypti indverkan kjól á mig í fyrra og ég fann aldrei tækifæri til að klæðast honum fyrr en á hrekkjarvökunni. Gerði mig til og fór svo í kveðjupartý til Katie (stelpu sem ég hef skrifast við því hún er eigandi Ether online magazine). Ég var sú eina sem var klædd í búning, talandi um að vera öðruvísi. Ég fór á nokkra staði með Katie of fylgiliði en fékk svo nóg og fór heim. Engin stemmning.



Er annars bara búin að taka atvinnuleysinu í afslappelsi og sjónvarpsglápi, lít á það sem frí í Vín.

No comments: