Tuesday, September 12, 2006

5 ár síðan

Hvar voruð þið þegar þið sáuð þetta?


11.september 2001, ég var nýkomin úr skólanum (verzló) og fór í vinnuna til pabba til að læra og var hissa að sjá svipbrigðin á skrifstofukonunum. Þegar ég spurði hvað var að, sögðu þær ekkert heldur bentu mér á skjáinn og þessi mynd var það sem ég sá. Ég átti ekki til orðs.
Þetta var svo óraunverulegt. Maður sá svona lagað á fréttamyndum frá stríði. Ekki voru Bandaríkin í stríði? Ef ekki að þá hófst það eftir þennan dag, stríð gegn hryðjuverkum. "You are either with or against us", voru orð forseta Bandaríkjanna George Bush.
Í gær voru fimm ár síðan hræðilegustu hryðjuverkaárásir voru gerð á Bandaríkin fyrr og síðar. Þetta er stundin sem okkar kynslóð mun ætíð muna eftir. Áður fyrr var það þegar John F. Kennedy var myrtur, nú 9/11 2001 þegar heimurinn breyttist. Enginn var öruggur og við erum búin að vera vitni að því síðastliðnu fimm ár.

Í tilefni þess að það voru fimm ár frá hryðjuverkunum í NY þá var haldin forsýning í skólanum mínum á myndinni Obsession (Radical Islam War against the West). Þetta var mynd um manneskjurnar sem ollu 9/11, hvernig þeir þjálfa, hvað fær þá til að gera þetta og sprengja sjálfan sig og drepa aðra. Þessi mynd var full af fréttamyndum frá löndunum sem hafa lent í hryðjuverkunum, NY, London, Istanbul, Madrid, Beslan og fleiri. Ég var þó mest hissa á að vita aðeins um NY, London og Madrid, hitt hafði ég ekki heyrt um. Segir hver stjórnar fréttaframleiðslunni. Svo var sýnt myndir frá Islam klerkum að segja "Death to America" og lítil börn að segja að gyðingar væru svín og ættu að deyja. Ótrúlegt að sjá þetta. Það voru sýndar myndir eftir myndir og maður fékk ekki tíma til að hugsa, tilfinningarnar tóku yfir sem er týpískt dæmi um propaganda mynd. Það voru mörg viðtöl, þ.a.m frá dóttur manns sem dó fyrir trúna sína (martyr), fréttamenn, fræðimenn sem vita allt um hryðjuverk og þjóðaröryggi. Ég gæti haldið áfram en best er fyrir ykkur að sjá þetta sjálf. En ég vara ykkur við, þetta er propaganda mynd um propaganda.

Sjá trailer: http://www.obsessionthemovie.com/trailer.htm

Ég er ekki einungis búin að sjá þessa mynd heldur líka "The last minutes of 9/11" leikin þáttur við viðtöl við manneskjurnar sem komust lifandi úr WTC og svo CNN Remembering 9/11, sýnd fréttaskotin frá þessum örlagaríka degi. Ég hafði ekki áður séð svona mikið. Ég sá bara eitt brot frá þessu en að sjá þetta allt í einu, ég varð orðlaus. Skiptir ekki máli hversu oft ég sé þetta, ég trúi þessu ekki.

11.september var áður fyrr snakkeanniversary hjá mér og Kollu. Þegar ég og Kolla vorum mestu Friends aðdáendur átti nýja serían að vera sýnd 11.september og ákváðum við að hafa Friends kvöld, þ.e. borða snakk, drekka cola og horfa á Friends. Nafnið gaf til kynna þegar Chandler og Monica áttu anniversary og höfðu ýmis nöfn yfir það og við borðuðum snakk svo það varð snakkanniversary. Í dag, hefur þessi dagur þó allt aðra þýðingu. Fall Bandaríkjanna.

2 comments:

Anonymous said...

Ég man líka alveg hvað ég var að gera 11 september 2001, ég kom heim úr einhverju sem ég man ekki hvað var og ég kveikti á sjónvarpinu og á öllum stöðvum var verið að tala um árásirnar.....Auður litla varð eins og spurningamerki í framan og skildi bara ekki neitt í neinu :)
Anyways, nýja bloggsíðan þín er geðveikt flott og endilega haltu áfram að skrifa, það er alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt. Love y and miss ya. Kveðja frá London,
Auður

Dis said...

Ég var á þjóðarbókhlöðunni að læra þegar stelpa labbar að mér og segir ...það flaug flugvél inn í World Trade center og svo flaug önnur flugvél á hinn turninn og svo á pentagon. Ég bara horfði á hana ...og hélt svo áfram að lesa. Svo eftir smá...snéri ég mér að stelpunni sem var með mér að lesa og segi..."Hvað var hún eiginlega að segja?"...Og vinkona mín svarar " Ég veit það ekki"
Við ákváðum að fara á Hótel Sögu og kíkja á sjónvarpið þar og þá fattaði ég loksins hvað var að gerast. Þetta var hræðilegt.

Ég mæli með dvd mynd sem ég tók úti á videoleigu sem heitir
11'09'01 og er samansafn af stuttmyndum eftir 11 leikstjóra allsstaðar að úr heiminum.
Þar lýsa þeir hver fyrir sig í algjörri snilld ...upplifun sinni á þessum atburði.