Friday, September 01, 2006


Mynd Íslandsferðarinnar

Ég er svo stolt af mömmu og pabba sem hlupu maraþon í glitnismaraþoninu og ekki nóg með það heldur safnaði mamma hæstu peningsupphæðina af starfsmönnum bankans og gaf MS-félaginu peningaupphæðina (þau hafa hjálpað Denna frænda svo mikið þegar hann fékk heilablóðfallið).


Það var æðislegt að koma heim og hitta vini sem ég hef ekki hitt í langan tíma. Ég hitti vælsdruslurnar mínar, Katrínu, Kollu, Auði, Frikka og svo Hörpu (á myndinni með mér). Harpa er trúlofuð og ætlast að giftast á næsta ári (kærastanum sem hún hefur verið með í 3 ár). ÆÐI!


Ég hitti einmitt á Gay Pride 2006 og ákvað að stökkva upp á pall með Frikka, Haffa, Svölu og co. og vorum við mikið máluð og með partýstemmningu á floaternum. Svala söng nokkur lög og Haffi söng einnig sitt lag (eða í staðinn fyrir að syngja "Roxie" af Moulin Rouge þá söng hann "Haffi"), voða skemmtileg reynsla og að styðja við hommavini mína og að kynnast svölu og co. Þau eru yndi :) Um kvöldið tók ég Guðrúnu með mér í partý til Frikka og Varða. Svaka mikið stuð í hommapartýinu og var sungið "Annan dag í paradís"af lífi og sál og dansaði Össi með. Guðrún ákvað svo að gerast ljósmyndari og varð ég fyrirsæta, mjög fyndnar myndir. Um kvöldið fórum við svo á NASA en stoppuðum stutt, hlustuðum á Pál Óskar syngja og DJ-ast og svo fórum við á Billardstofuna í Lágmúlanum og skemmtum okkur konunglega þar og misstum okkur í stelpuspjalli. Alltaf gott að hanga með góðum vinum og styðja við hommavini :)

 Posted by Picasa

No comments: