Friday, September 01, 2006

Mynd Danmerkurferðarinnar

Tekin fyrir utan íbuðarinnar hennar Thelmu áður en við fórum allar á Madonnu tónleikana í Horsens, Danmörku. Mér finnst þetta mynd ferðarinnar því þetta er rosa sæt mynd af okkur öllum og sýnir umhverfið hjá Ásdísi og vinkonu hennar, Skejby fílinginn.

Það var æðislega gaman hjá Ásdísi, ég fékk að sjá lífið hennar í Århus, húsið hennar, nágrenni og vini og skemmtum við okkur konunglega systurnar. Við fórum t.d. í bæinn að versla og fórum á Jensens (góður matur), höfðum Íslendingakvöld (horfðum á Börn nátturunnar og Englar Alheimsins og borðuðum íslenskt nammi) og höfðum einn sólardag þar sem við vorum úti á svölum að spila yatzi og spil í skínandi sól. Við fórum svo til Thelmu og Svenna kvöldið fyrir Madonnu tónleikana og borðuðum hjá henni ljúffengt Fahitas með Madonnu diskinn í bakgrunni


Þessi mynd var tekin í Horsens af okkur systrunum með Madonnu borða í bakgrunni. Madonna hafði tekið yfir bæinn, fatalínan hennar var í H&M, lögin hennar spiluð á öllum stöðum bæjarins og trilljón manns sem voru komnir bara til að sjá hana. Sæt mynd af okkur, ekki satt?

Madonnu tónleikarnir voru magnaðir, eins og lögin séu ekki æði og Madonna sjálf, sem er icon í mínum augun (get ekki ímyndað mér tónlistarheiminn án hennar) heldur var ótrúlegast að sjá hversu mikið af sýningunni hún eyddi í að fá okkur til að hugsa hvað er að gerast´i heiminum, hvort sem það sé heimilisofbeldi, morð, HIV í Afríku, stríð Bush eða Ísrael/Palestínu.

Mér fannst persónulega ekki sjokkerandi krossinn þar sem ég vissi af honum en varð hissa að ekkert hefði verið sagt í fjölmiðlum af þegar hún fékk alla tónleikagesti til að hafa eftir henni:

We want peace
We don´t want war
FUCK George Bush
He is a whore

Posted by Picasa

No comments: