Monday, April 09, 2007

10 ÁR

Sunnudaginn 26. janúar, 1997 - Innlendar fréttir

Skátaskáli eyðilagðist í eldsvoða

"SKÁTASKÁLINN Vífilsbúð í Heiðmörk, sem er í eigu skátafélagsins Vífils í Garðabæ, gjöreyðilagðist í eldsvoða í fyrrakvöld eftir að eldur kviknaði út frá gaskút. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði varð skálinn, sem er skammt austan við golfvöll Oddfellowa í Urriðavatnsdölum, strax alelda eftir að eldurinn varð laus, en hópur skáta sem ætlaði að dvelja í skálanum um helgina ásamt foringja sínum slapp án nokkurra meiðsla. Tilkynning um eldsvoðann barst lögreglunni í Hafnarfiðri kl. 22.25 í fyrrakvöld og þegar slökkviliðið úr Hafnarfirði kom á vettvang varð ekki við neitt ráðið, en slökkvistarf stóð yfir fram yfir miðnætti."

Frétt fengin lánuð af mbl.is

Skrýtið, ég hélt ég hefði verið 9 ára þegar þetta gerðist!!! En þetta gerðist 97, skv. morgunblaðinu.

Ég var ein af stelpunum, enn skíthrædd við eld og sérstaklega gaskúta. Hætti í skátunum eftir þetta atvik því ég vildi ekki vera lengur í skátunum þar sem ég var hrædd, alltaf heyrandi draugasögur og svona.

ég var að hlusta á músík þegar þetta gerðist og man að við vorum nýkomin úr snjógöllunum og þurftum svo að hlaupa í fötunum út í háan snjóinn. Svo báðu þau okkur að halda fyrir eyrun og PÚFF! skálinn stóð í björtum loga.

Ekki rétt sem sagt er í fréttinni að enginn slasaðist. Foringinn okkar var með gifs því hann brenndi sig þegar hann ætlaði að nota slökkvitæki inn í búsaðinum, ekki sniðugt þar sem það hafði verið inni og var sjóðheitt.

Ég man eftir hvað hinn foringinn sagði í bílnum, við vorum að væla yfir dótinu okkar og hún öskraði "Þið hefðuð getað dáið", þá kom það, óttinn.

Við fengum áfallahjálp, við áttum að syngja "Brennum eld" og hlæja að því, NO KIDDING. ég var svo reið!

Upplifun sem maður aldrei gleymir.

2 comments:

Anonymous said...

Maður mun aldrei gleyma þessu, þetta er eitthvað sem situr alltaf í manni! Ótrúlegt að það séu 10 ár síðan, finnst samt eins og við vorum á aldrinum 9-10 ára

Ég man líka svo vel eftir að Laddi þurfti að fara aftur inn í alelda húsið til að sækja lylkana sína, til að geta startað á bílnum sínum og hringt á hjálp og við stelpurnar sem vorum 7-9 stelpur tróðum okkur í einn bíl, en vá þetta fuðraði svo hratt upp, það var ekkert af þessu, ég væri samt til í að sjá myndir af þessu, og var eitthvað byggt bústað á sama stað eða hvernig fór þetta.

EggertC said...

Ótrúlegt hjá þér að rifja þetta upp núna. Atburðir sem þessir gleymast ekki en það sem skiptir máli er að allir komust án meiðsla frá þessu þótt auðvitað gleymist þetta aldrei. Þó það sé ekki lengra síðan þá var áfallahjálp ekki mjög fagmannleg. Væri líklega betri í dag.