Saturday, April 14, 2007

Vor, unaðslegt vor

Æðislegt veður hér í vín, og gerist það þegar mest er að gera í skólanum hjá mér.

Ég er í fimm kúrsum, tveim áframhaldandi kúrsu (Media Research og Managment Theory and Practise) og svo þrem 8 vikna kúrsum (Webcasting production, Media Ethics og Newspaper Production). Var í gær frá tólf um hádegið til tíu um kvöldið og í dag frá ellefu til sex að vinna að video og audio verkefni fyrir webcasting production. Þetta verkefni mun svo fara á netið á http://www.webster.ac.at/webcast . Ég tala, syng og er kynnir í þessu verkefni bekkjarins. Rosa stuð.

Apríleintak Vienna Review kom út og var ég með fjórar greinar að þessu sinni. Um þorrablótið í Vín, live karaoke, experimental theatre og um fjölmiðla almennt (hvað eru fréttir?).

Ég dýrka vorið, heitt úti (smá gola og maður svitnar ekki) og ekki eins mikið af skordýrum. Svekkjandi að geta ekki notið þess. Svona er að vera í skóla :P

BTW. kem á klakann 16.júní og verð til 25.ágúst. Hlakka til að sjá ykkur :)

2 comments:

EggertC said...

Frábært hvað þú ert dugleg Anna mín. Ekki skemmir góða veðrið, því þá ættirðu ekki að kvefast :-)

Anonymous said...

Halló skvísa.
Reyndi nokkrum sinnum að svara þér á myspacinu en það virðist ekki virka...
Takk fyrir kveðjuna, gaman að "heyra" í þér ;)
Ég er að klára að læra að verða hjúkka úti í Svíþjóð - útskrifast í júní og ætla að vinna á Barnaspítalanum í draumastarfinu...
Er ekki gaman úti í Vínarborg?
Þú mátt skila kveðju til hans Lalla frænda míns!