Saturday, April 07, 2007

Kveðjustund

Í tilefni þess að Ósk og Alexandra voru að fara heim til Íslands notaði ég tækifærið og hitti þær eins mikið og ég gat síðustu dagana.

Á föstudagskvöldi hittumst við í strassenbahn á leiðinni til T.G.I Friday´s. Við biðum eftir Malin, sænskri stelpu sem kom með austurríska kærasta sinn. Við fengum okkur svo öll kokkteila og e-h gott að borða. Við reyndum að spjalla við kærasta Malin en lítið gekk svo við enduðum með að hafa stelpuspjall , á meðan gaurnum leiddist nett mikið. Seinna um kvöldið fóru þau og ég, Ósk og Alexandra löbbuðum yfir á Salmbrau og biðum eftir að vinur þeirra Colin væri búin á vakt. Svo enduðum við á Charlie Ps þar sem við fengum okkur bjór og forum svo heim.

Á mánudaginn var svo kveðjustund og var það framleitt með pönnukökum. Við horfðum svo á “The Truth about Cats and dogs” og reyndum að horfa á “French Kiss” eða þar til talvan hennar Ósk fór að hökta og Alexandra sofnaði. Svo töluðu ég og Ósk í þó nokkuð langan tíma þar til ég ákvað að það væri tími fyrir mig að fara. Ég kvaddi stelpurnar og fór svo heim. Ég á eftir að sakna þeirra rosalega mikið. Þetta var æðisleg stelpuhelgi.

1 comment:

EggertC said...

Gott að þið gátuð átt svona skemmtilega stund saman. Þetta er nú gangurinn þegar fólk er erlendis í námi, að það er ýmist verið að koma eða fara. Þú verður í sömu sporum að ári, þ.e. á heimleið.